Flug til Tampa Bay

Tampa í Flórída er ein mesta útivistarborg Bandaríkjanna og Tampa Bay-svæðið sjálft tilvalið til útivistar. Borgin, sem stendur rétt við Mexíkóflóa, og því skammt frá strandáfangastöðum eins og Clearwater Beach og St. Pete beach, er einstaklega veðursæl og óhætt að treysta á góða veðrið í útivistinni.

Icelandair býður ódýr og tíð flug til Tampa þar sem veðursældin er með ólíkindum, möguleikar til útivistar eru órþjótandi og nóg fyrir börnin að skoða og gera. Bragðmikil matarmenning, söfn, sól og sandur gera Tampa að indælum áfangastað sem fjölskyldan hlakkar til að heimsækja aftur.

Tampa
Bandaríkin

Fólksfjöldi: 3 milljónir (2016)

Svæði: 453,9 km²

Samgöngur: TECO Line Streetcar býður upp á tengingu milli hinnar sögulegu leiðar frá Ybor City til Channelside Bay Plaza og yfir 200 strætóleiða við Tampa Bay svæðið.

Gjaldmiðill: Bandaríkjadalur

Spennandi hverfi: Downtown St. Petersburg — Ybor City — Seminole Heights — SoHo/Hyde Park — Channel District

Útivist og garðalíf við Tampa Bay

Möguleikar til útiveru eru nær endalausir í Tampa og ekki erfitt fyrir fjölskylduna að finna sér ýmislegt til dundurs. Skemmtigarðar á svæðinu eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Þú gætir til dæmis hafið daginn í sjóræningjasiglingu hjá Captain Memo áður en haldið er í Busch Gardens til að skoða dýralífið. Þá er hægt að koma við í sædýrasafninu eða rennibrautunum í Adventure Island Water Park. Ævintýrin eru á hverju strái.

Safnaðu minningum í Tampa Bay

Þegar þú hefur bætt hraustlega á útivistarkvótann er kominn tími til þess að njóta menningar og lista í borginni. Byrjaðu í Tampa Museum of Art, þar sem samtímalistin er í hávegum höfð, og skeyttu göngutúr meðfram Tampa Riverwalk við heimsóknina. Þegar börnin eru orðin óþreyjufull er ekki úr vegi að kíkja í Glazer Children’s Museum þar sem leikgleðin er við völd.

Читайте также  09/09/2014 | 12:00 AMÁframhaldandi vöxtur í millilandaflugi Icelandair Group árið 2015


Gott að vita

Alþjóðaflugvöllurinn í Tampa (TPA) er um 11 kílómetra frá miðbænum og auðvelt að nýta hvers konar samgöngur frá flugvellinum og til borgarinnar.

Komdu við í Hyde Park Village og verslaðu í huggulegu og sjarmerandi umhverfi.

Matarmenningin í Tampa er fjölbreytt og íbúar borgarinnar eru stoltir af úrvalinu. Þú getur notið sjávarfangs við ströndina eða prófað rétti beint frá býli.