Flug til Stokkhólms

Ein fallegasta höfuðborg Skandinavíu er sannkallað augnakonfekt: hellulögð stræti, grænklæddir garðar, stórkostleg söfn og áhugaverðar eyjur. Borgarbörn gætu orðið fyrir innblæstri frá hönnunarhótelunum og tískuverslunum sem og frá skapandi matseðlum sem nota hráefni úr nágrannasveitum.

Icelandair býður ódýr flug daglega til Stokkhólms þar sem hægt er að skemmta sér allt árið um kring. Þetta er borg með glæsibrag, hvort sem þú ert að leita að löngum sumardögum við vötnin eða notalegum stundum að vetri til.

Stokkhólmur
Svíþjóð

Fólksfjöldi: 1,4 milljónir (2017)

Svæði: 188 km²

Samgöngur: Neðanjarðarlestin er þægilegasta leiðin til að ferðast um borgina og SL. sér um rekstur strætisvagna, neðanjarðarlesta, lesta, sporvagna og ákveðinna ferja á Stokkhólmssvæðinu.

Gjaldmiðill: Sænsk króna

Spennandi hverfi: Gamla Stan — Norrmalm — Södermalm — Djurgården — Östermalm

Náttúrufegurðin við vatnið

Fegurð Stokkhólms er að hluta til komin frá því að hún dreifist milli 14 eyja sem eru samtengdar með myndrænum brúm. Að kanna fjölbreytileika hverfanna er einstaklega gaman. Helsta aðdráttarafilið fyrir ferðamenn er Gamla Stan (gamli bærinn) sem hefur verið hjarta bæjarins frá miðöldum. Svæðið er sívinsælt og lifandi og að sjá hellulögð og mjó strætin, regnbogalituðu húsin og falleg torgin er algjörlega heimsóknarinnar virði.

Ómissandi upplifun meðan þú heimsækir Stokkhólm er að leigja hjól til að kanna Djurgården. Þessi risastóri garður er eins og vin í borgareyðimörkinni en hann státar af mörgum áhugaverðum stöðum og garðkaffihúsum. Skansen er eitt elsta safn í heiminum undir berum himni og Junibacken heiðrar bókmenntahetjuna Línu Langsokk. Hér er eitthvað fyrir alla, allt frá nútímalist til sokkinna fjársjóða,  eins og víkingaarfs og safns sem er tileinkað hinni sænsku súpergrúppu 8. áratugarins, Abba.

Читайте также  Beint flug til Genf

Svo margt meira en bara kjötbollur

Það er meira í Stokkhólmi en bara kjötbollur og kartöflumús! Ódýrari matsölustaðir telja allt frá skemmtilegum matarvögnum til götusala sem selja korv (pylsur) og kebab. Þar eru bakarí af gamla skólanum, óhefluð kaffihús en í borginni blómstrar líka nýnorræn matargerð og Michelin-stjörnuveitingastaðir bíða eftir heimsókn. Í Stokkhólm eru einnig skórkostlegar mathallir og markaðir til að ráfa um, og einn sá besti — Saluhall — er í hinu fína Östermalm-hverfi.

Sjávarfang, sem veiðist við sænsku strandlengjuna, er aðalafurðin út um allan bæ – leturhumar, síld og lax er eitthvað sem þú þarft að smakka. Sniðugast er að fara út í siðsamlega víðum fötum og deila hefðbundna réttinum smörgåsbord með vinum – Svíarnir eiga heiðurinn að þessari snilld og hún er í sínu besta formi á Grand Hôtel. Ekki missa af fika en það er margrómaður sænskur siður í ætt við kaffitíma, þar sem þú færð tækifæri á að smakka sænskt sætabrauð og auðvitað kanilsnúða!


Hátíska og hönnun

Svíþjóð er næstum samheiti fyrir nýsköpun og hönnun (þ.e. meira en bara Ikea-vörur) og Svíar er með gott auga fyrir fegurð. Þennan kost má finna víða, allt frá litlum minjagripum til þeirrar byggingarlistar sem prýðir borgina. Verslanir við Designtorget eru stútfullar af verkum eftir nýja hönnuði og selja skemmtilegar og flottar skandinavískar vörur á góðu verði.

Þau hverfi sem gaman er að skoða eru meðal annars SoFo-hverfið í Södermalm (suður af Folkungagatan) en þar er hægt að fá vintage-vörur, götutísku og aðra skemmtilega muni. Þar eru líka kaffihús og barir ef þú vilt stoppa við og hlaða batteríin. Gamla Stan er með heimagert handverk og hönnunarverslanir meðal hinna venjulegu minjagripaverslana. Östermalm er vert að kanna ef þú ert í leit að hátískuvörum og nýtískulegum hönnunarverslunum.