Flug til Philadelphia

Sagan lifnar við í Philadelphia og þú munt skilja betur hvernig hugmyndin um Ameríku varð að veruleika eftir heimsókn þangað. En þetta snýst ekki allt um upphafsmennina og fæðingu þjóðar – önnur skemmtileg afþreying í þessari borg eru matarmarkaðir, listasöfn og víðfræg steikar- og ostasamloka.

Icelandar býður ódýrt flug fjórum sinnum í viku til Philadelpia í sumar þar sem hægt er að hverfa aftur til ársins 1776 og upplifa hvernig ríki verður til.

Philadelphia
Bandaríkin

Fólksfjöldi: 1,6 milljónir (2016)

Svæði: 367 km²

Samgöngur: Í Philadelphia er frábært samgöngukerfi, SEPTA, sem er auðveld leið til að komast um. Svo er auðvelt að komast um borgina á tveimur jafnfljótum.

Gjaldmiðill: Bandaríkjadalur

Spennandi hverfi: Old City — Fishtown — Rittenhouse Square — Northern Liberties — Market East

Sögulegur arfur

„Sögulega fermílan“ í Bandaríkjunum er ein helsta ástæðan fyrir því að fólk heimsækir „Philly“, eins og hún er oft kölluð. Borgin spilaði stórt hlutverk í bandarísku byltingunni og var fundarstaður hinna svokölluðu upphafsmanna eða „the Founding Fathers“. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna og stjórnarskráin voru báðar undirritaðar hér í hinni látlausu byggingu Independence Hall. Nálægt er hin víðfræga Liberty Bell (og sprungan auðvitað) sem hringdi þegar sjálstæðisyfirlýsingin var fyrst lesin. Einn besti staðurinn til að átta sig á samhengi hlutanna sem þessir helgu staðir og viðburðir skildu eftir sig er hið nýja og áhugaverða Museum of the American Revolution.  

Þú getur rannsakað meira í Philadelphia en bara sögu Bandaríkjanna. Hér eru einnig fjölmargir skúlptúrar eftir franska meistarann Rodin, heimsklassa vísindasafn með stjörnuveri og mjög barnvænn staður sem heitir „Please Touch Museum“ eða „Vinsamlega snertið“ safnið.

Читайте также  10/05/2016 | 12:00 AMIcelandair hefur áætlunarflug til Philadelphia og Tampa Bay á næsta ári

Hvað er eiginlega ostasteik?

Taktu púlsinn á hinum stóra og ríkulega Terminal Market sem er talinn vera einn elsti bændamarkaður Bandaríkjanna en hann er frá árinu 1893. Þetta er þröngt setinn staður fyrir allar afurðir úr héraði, heimagerðar sem og nýstárlegar. Bestu hverfin fyrir mat og drykk eru Old City og Fishtown í nágrenninu. Eins og nafnið gefur til kynna þá umlykur sagan Old City og þar eru margir túristavænir staðir með búningaklædda þjóna. Ef það er eitthvað sem þú vilt upplifa skaltu leita að City Tavern sem rekur uppruna sinn til 1773.

Við vitum líka hvað þú ert að hugsa – hvað er með þessa Philly Cheesesteak? Þetta er í raun og veru heit samloka sem samanstendur af þunnskornu nautakjöti sem er toppað með bræddum osti og svissuðum lauk. Smakkaðu á einni í upprunalegu umhverfi samlokunnar, Pat’s King of Steaks, en sá matsölustaður er opinn allan sólarhringinn og fann upp réttinn árið 1930.


Farðu úr bænum!

Frá Philadelphia eru aðeins einn eða tveir tímar með lest til annarra stórborga Bandaríkjanna (New York og Washington DC). Kannski heyrir þú líka sumarlegt ákall Jersey Shore. Ef þú vilt frekar fara ótroðnari slóðir getur þú haldið til Baltimore.

Vinsælar skoðunarferðir í Philadelphia er að kanna og vita meira um samfélög fólks sem kenna sig við Amish og Mennoníta. Þau eru staðsett í svokallaða Pennsylvania Dutch-héraðinu í Lancaster County, í um 112 km fjarlægð vestur af Philadelpia. Inn um fallegu jarðirnar eru litlir bæir þar sem heimafólk temur sér hófsaman og einfaldan lífstíl. Skoðaðu hestakerrurnar, handverk og heimagerðan mat. Það er viss kaldhæðni fólgin í því að þessi hægláti lífstíll dregur nú að sér ferðamenn í massavís! Það er gott að vera á bíl til að komast um svæðið og gaman er að keyra minna farna vegi.