Flug til Kaupmannahafnar

Svalasta höfuðborg Skandinavíu er ótrúlega heillandi. Á seinni tímum hefur hugtakið „Copenhagen style“ orðið samnefnari yfir hagnýta hönnun, matargerð sem á sér engin takmörk, góða sjónvarpsþætti sem og hjóladýrkun sem stuðlar að betri heilsu. Borgin getur varla gert neitt rangt.

Icelandair býður upp á ódýr flug daglega til Kaupmannahafnar þar sem Íslendingar geta fengið sinn skammt af hygge allt árið um kring.

Kaupmannahöfn
Danmörk

Fólksfjöldi: 763.908 (2016)

Svæði: 88 km²

Samgöngur: Metro er án nokkurs vafa fljótlegasti ferðamátinn um borgina, en S-lestin fyllir í skörð ókláraðs leiðarkerfis Metro-lestanna. Á öðru hverju götuhorni býður svo leigubíll, ef þér liggur á. Þeir eru dýrari, en öruggir og fljótlegir.

Gjaldmiðill: Dönsk króna

Spennandi hverfi: Indre by — Vesterbro — Nørrebro — Østerbro — Frederiksberg

Notaleg kósíheit og hipsterar

Lífstílsblogg og tímarit eiga sér nýtt eftirlæti: hygge. Þessi danska dægrastytting hefur svo sannarlega náð athygli heimsbyggðarinnar og fylgir því eftir í að iðka notalegheit og góðar stundir með ljúffengum mat, kertaljósum og góðu spjalli milli vina. Allir eru að leitast við að eiga sína eigin útgáfu því hygge er eins og elixír gegn önnum nútímans. Slakaðu á, þú átt eftir að geta haft það huggulegt alls staðar í Köben sem og farið á listasöfn og skoðað sniðuga byggingarlist sem blandar saman hinu nýja og gamla.

Fyrir þá sem eru í leit að hefðbundnari afþreyingu þá er hægt að skoða konunglega kastala, síki og koparturna eða fara í gamla góða Tívolíið (það er frá 1843!). Lífskúnstnerar gætu haft gaman af nýju galleríunum, spennandi götumat, sundlaugum við síkin og földum börum. Er til einhver töfralausn gegn öfund út í heimamenn? Ef svo er, þá er sniðugt að pakka henni niður.

Читайте также  06/22/2017 | 12:00 AMLeið Íslands á EM 2017

Dönsk kvöldverðargleði

Einn veitingastaður í Kaupmannahöfn hefur hlotið mikla ahygli síðastliðinn áratug á alþjóðavísu. Við erum að sjálfsögðu að tala um Noma en hann kom danskri matargerð á kortið. Núna er urmull af frábærum matsölustöðum í Köben og fyrrum lærlingar Noma eru að opna nýja spennandi veitingastaði út um alla borg.

Það má þó ekki gleyma sér í kapphlaupinu við að uppgötva nýja staði, gömlu venjurnar standa alveg enn undir nafni. Ekki gleyma að fá þér klassískt Smørrebrød eða missa af tækifærinu til að fara í bakarí af gamla skólanum og smakka á hinum einu sönnu dönsku vínarbrauðum. Fáðu þér pølse med det hele sem er fáanleg í pølsevogn á torginu, það er eftir allt saman hefð við komu í Köben. Ef þig langar að smakka á meiri götumat skaltu halda til Papirøren en þar eru fjölmargir matarbásar við vatnsbakkann. Langi þig að prófa bæði danska og alþjóðlega matargerð er gaman að kíkja í Torvehallerne sem er skemmtileg mathöll og markaður í borginni.


Hönnun, hefð og heimili

Það er ótrúlega gaman að versla í Kaupmannahöfn og sterk hönnunarhefð er gegnumgangandi í verslunum borgarinnar. Engan þarf að kynna fyrir Strikinu, einni lengstu verslunargötu Evrópu og þeim fjölmörgu stórverslunum, hönnunarverslunum og alþjóðlegu vörumerkjum sem þar eru.

Tíska og heimilisbúnaður mun ákalla kreditkortið og töskuplássið, sérstaklega í verslunum eins og Illums Bolighus sem samsvarar hofi þar sem góður smekkur er tilbeðinn. Það eru mikið um heimagert glingur sem hægt er að taka með sem minjagripi. Hver getur ekki gleymt sér í Legokaupum í upprunalandi leikfangsins! Gaman er að kaupa fallega danska muni, eins og postulín frá Royal Copenhagen eða silfurslegið djásn frá Georg Jensen.