Flug til Halifax

Halifax er höfuðborg Nova Scotia, í senn lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta. Borgin er þekkt fyrir ríkulega sögu sem einkennist af sjósókn og þar er að finna fjölmörg mannvirki sem varðveita litríka fortíð Halifax. Yfir borginni gnæfir Citadel hæðin með virkinu Fort George sem reist var um miðja 19. öld. Andrúmsloftið er í senn lífsglatt og afslappað, og hvergi í Kanada er að finna jafnmörg brugghús miðað við höfðatölu.

Icelandair býður ódýr og regluleg flug til Halifax. Hérna eru fyrst flokks gististaðir, frábærir veitingastaðir, smitandi fjör á kránum í miðbænum, gott mannlíf, litrík menningarhefð, góðar verslanir og hagstætt verðlag. Þar að auki er Halifax hlýleg og falleg borg og í næsta nágrenni við hana má heimsækja aðlaðandi smábæi og þorp við ströndina. Þá er tilvalið að taka bílaleigubíl og bregða sér í ökuferðir um Nova Scotia.

Halifax
Kanada

Fólksfjöldi: 403.131 (2016)

Svæði: 5.490 km²

Samgöngur: Það eru fleiri en 300 rútur sem þjóna yfir 60 leiðum og fjórar farþega ferjur sem fara tvær leiðir frá bryggjunni í Halifax.

Gjaldmiðill: Kanadadalur

Spennandi hverfi: Miðbær Halifax — Dartmouth Centre — South End

Sögur af sæförum og sjávarháska

Stórborgarvirkið Halifax stendur við stóra og djúpa, náttúrulega höfn og í borgarlandslaginu má sjá Fort George, stórbrotið stjörnulaga virki frá 19. öld sem stendur á Citadel Hill og vert er að kanna nánar. Á hafnarbakkanum Pier 21 er hægt að skoða Canadian Museum of Immigration sem er tileinkað öllum þeim innflytjendum (rúmlega milljón manns) sem  áttu leið um Halifax til að hefja nýtt líf í Kanada.

Читайте также  10/22/2016 | 12:00 AM31 fjölskylda fékk ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag

Annað vinsælt safn er Maritime Museum of the Atlantic, en þar er hægt að upplifa sögulega viðburði tengda hafinu og borginni – eins og þegar Titanic sökk árið 1912. Skip frá Halifax voru send á vettvang til björgunar og margir þeirra sem fórust í hörmungunum voru jarðsett í borginni. Ef þú vilt kynnast borginni enn frekar er hægt að fara út á sjóinn – skoðunarferðir um höfnina eru skemmtilegar, en svo er líka hægt að hoppa um borð í 10 mínútna ferjusiglingu og njóta borgarlandslagsins frá Dartmouth. 

Langlífir markaðir og svæðisbundið snarl

Þekktasti skyndibiti borgarinnar er donair, sem svipar til kebab eða gyro (eins konar píta eða samloka með þunnskornu kjöti – best eftir nokkra drykki seint á kvöldin). Bestu donair eru fáanlegir á keðjunni King of Donair eða á einhverjum smærri matsölustað. Hægt er að smakka alls konar rétti við Halifax Seaport Farmers Market, en hann hefur verið starfandi frá 1750  – og er því einn elsti starfandi markaður í Norður Ameríku.

Sjávarfang finnur þú út um allt í þessari hafnarborg – fiskur og franskar er lostæti, svo ekki sé talað um fiskisúpu og humarinn. Flestir veitingastaðir borgarinnar eru í miðbænum og North End – en þar er líka að finna flott kaffihús og örbrugghús. Í miðbænum er mikið um gamlar vörugeymslur við vatnsbakkann, sem ganga oft undir heitinu Historic Properties. Þar eru margir góðir matsölustaðir. 


Brunað úr bænum!

Eftirlætisiðja Halifaxbúa er dagsferð til Peggy Cove. Það er eitt mest heimsótta (og ljósmyndaða) sjávarþorp í Kanada og það er auðvelt að sjá hvers vegna. Rauðir og hvítir vitar við grófskorna ströndina, litlar hafnir fullar af bátum og töfrandi landslag. Peggy Cover er í 45 km fjarlægð suðvestur af Halifax.

Читайте также  04/22/2010 | 12:00 AM10 Vildarbarnafjölskyldur á leið í draumaferðina

Örlítið lengra (í um 100 km fjarlægð) er hin fallega Lunenburg, staður á heimsminjaskrá, sem er þekktur og varðveittur fyrir arfleifð og menjar um sjómennsku og sæfara. Hann var stofnaður árið 1753 og er gaman að ráfa um þröngar götur á milli skærmálaðra timburhúsanna. Þetta er eins og að taka skref aftur í tímann – og þá er ekki verra að fara í bátsferð á gamalli skonnortu til að fullkomna upplifunina. Gleymdu svo ekki að skoða söfn bæjarins og kíkja á vinsæl örbrugghúsin þegar þú heimsækir staðinn.