Flug til Edmonton

Fólk sem hefur gaman af hátíðum og verslunarleiðöngrum á eftir að falla fyrir Edmonton í Alberta-fylki. Aðrir eiga eftir að hrífast af borginni vegna nálægðar hennar við tvo af mögnuðustu þjóðgörðum Kanada, Jasper og Banff!

Icelandair býður fjölmörg ódýr flug til Edmonton, sem er frábær viðkomustaður fyrir ævintýragjarnt ferðafólk í leit að fersku fjallalofti og góðum og myndrænum gönguleiðum.

Edmonton
Canada

Fólksfjöldi: 1,3 million (2016)

Svæði: 684,4 km²

Samgöngur: Edmonton International Airport (YEG) er staðsettur um 30 km sunnan af miðbæ Edmonton og tekur um hálfa klukkustund að aka frá vellinum og til borgarinnar. Einnig fer hótelskutla frá flugvellinum og á helstu gististaði. Ferðamenn geta einnig leigt bíl eða nýtt sér akstursþjónustu hvers konar til þess að komast á leiðarenda

Gjaldmiðill: Kanadískur dollari

Spennandi hverfi: Whyte Avenue, Strathcona, City Market Downtown, Jasper Avenue

Borg hátíðanna

Viðburðadagskrá Edmonton er viðamikil og eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar. Allt árið um kring er eitthvað um að vera í borginni sem þykir þess virði að fagna. Sumarið er annasamasti tíminn og í ágúst er International Fringe Theatre Festival sem er áhugavert að skoða nánar: 11 dagar, 1200 listamenn, 50 svið og 850.000 manns sem sækja hátíðina heim!

Í júlí er International Street Performers Festival og hún dregur að fjölmarga götulistamenn sem vilja fá sinn tíma í sviðsljósinu. Þegar kólna fer í veðri eykst sköpunin og vetrarhátíðir gera kaldari tímabil betri. Ice on Whyte, til dæmis, er vettvangur ísskúlptúra og afþreyingar fyrir fjölskylduna. Það er margt meira um að vera – íbúar Edmonton fagna allt frá kvikmyndum til matargerðar, rokktónlist og kántrí til bjór og Shakespeare.

Читайте также  02/16/2017 | 12:00 AMNýr flughermir fyrir Boeing 737MAX bætist við þjálfunarsetur Icelandair í Hafnarfirði

Ákall verslunarmiðstöðvarinnar

Í Edmonton liggur stærsta afþreyingar- og verslunarmiðstöð Norður Ameríku, West Edmonton Mall (já, stærri en Mall of America í Minneapolis í Bandaríkjunum). WEM er suðvestur af miðbænum og þar eru 800 verslanir og heill heimur af skemmtun og afþreyingarmöguleikum. Þetta er meira en bara verslanir, þar eru líka skemmtitæki og vatnsrennibrautir, skautasvell, sædýrasafn, minigolfvellir og meira að segja eftirlíking af Santa Maria, flaggskipi Kristófers Kólumbus, í raunstærð.

Er þetta of mikið fyrir þig? Mótefnið við þessu verslunarmiðstöðvarbrjálæði er að vafra um gamla Stratchona-hverfið í Edmonton, en þar eru margar nýtískuverslanir, kaffihús, barir og lítil leikhús sem setja á svið forvitnilegar sýningar. 


Skelltu þér úr bænum!

Í rúmlega 48 km fjarlægð austur af Edmonton er þjóðgarðurinn Elk Island sem er skógi vaxin víðátta þar sem elgir, skógarhirtir, vísundar og dádýr ráða ríkjum. Þetta er frábær staður til að kanna en fellur þó aðeins í skuggann af þjóðgarðinum vestur af Edmonton: Jasper. Hann er í um 400 km fjarlægð í hjarta kanadísku Klettafjallanna og er heimsóknar vel virði. Á leiðinni þangað er hægt að stoppa við og slaka á í Miette-jarðböðunum.

Jasper er þægilegur fjallabær þar sem fólk í leit að ævintýrum elskar að skella sér á skíði, snjóbretti, ísklifur, snjóþrúgur og fara í gönguferðir til að sjá dýralífið. Í  Marmont Basin er hægt að fara lóðbeint niður 900 metra á skíðum eða snjóbretti. Í aðeins 10 mínútna fjarlægð norður af Jasper getur fólk í vetrarferð farið í ísgöngu í gegnum Maligne-gljúfrið sem er dýpsta gljúfur þjóðgarðsins.