Flug til Amsterdam

Það er erfitt að falla ekki fyrir Amsterdam. Þetta er frjálslynd og framsýn borg sem er sveipuð gömlum og töfrandi anda. Því er tilvalið að pakka niður víðsýni, fagna fjölbreytileikanum og búa sig undir að heillast upp úr skónum af borg þar sem hið gamla mætir hinu nýja.

Icelandair býður ódýr flug daglega til Amsterdam og því hægt að skoða borgina allt árið um kring. Við komum þér á áfangastað og eftir það getur þú komið þér á milli staða á reiðhjóli eða með síkjabátum.

Amsterdam
Holland

Fólksfjöldi: 851.000 (2017)

Svæði: 219,3 km²

Samgöngur: Gríptu hjól og kannaðu nágrennið – eða festu kaup á ferðakorti í almenningssamgöngur (OV-chipkaart), sem þú getur notað í sporvögnum, strætisvögnum og neðanjarðarlestum.

Gjaldmiðill: Evra

Spennandi hverfi: De Wallen — Oosterdok — De Pijp — Amsterdam-Noord — Westerpark

Margbreytileg menning

Á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að hugsa að þú sért með þetta kamelljón sem borgin er í hendi þér. Ekki láta þó blekkjast því Amsterdam er margbreytileg borg! Borgin á sér merkilegar menningarhliðar og hægt er að skoða þar listfengi hinna heimsþekktu hollensku listamálara Rembrandt og Van Gogh. Borgin á sér einnig skrautlegri hlið, allt frá hinum hefðbundnu brúnu kaffihúsum eða bruin cafés til hins alræmda rauða hverfis. Það er alvarleiki í loftinu við hús Önnu Frank, tréklossar og vindmyllustyttur bæta við sérstökum krúttleika við borgarstemninguna á meðan hægt að sjá nýstárlega hönnun og framkvæmdir við vatnsbakka IJ. Byggingarlist frá gullaldartímum Amsterdam og síkin (sem eru fleiri en í Feneyjum!) fá þig til að óska eftir meiri tíma til að þræða öll hellulögð stræti borgarinnar.

Читайте также  09/14/2017 | 12:00 AMIcelandair hefur áætlunarflug til Dallas

Frietjes met mayo og Foodhallen

Vlaamse frieten eru kannski það besta við Amsterdam. Heitar, stökkar franskar sem eru þaktar mæjónesi. Njóttu þeirra með ísköldum biertje einu af fjölmörgum útikaffihúsunum, kannaðu mannlífið og fylgstu með lífinu við síkin, þar sem hver einasta stund veitir nánast nýja og menningarlega upplifun. Kíktu við í Foodhallen sem er staðsett í enduruppgerðri sporvagnastöð og smakkaðu á bitterballen (bragðgóð, lítil króketta fyllt með kjöti) bara út af nafninu. Markaðirnir eru einnig með sérstakt aðdráttarafl: Hollendingar þekkja góðan ost bara við að horfa á hann og það eru bæir í Hollandi sem eru frægir fyrir þá (hæ, Gouda og Edam!). Þú átt eftir að elska eða hata hráu síldina sem er margrómuð í Hollandi. Það sem er kannski það óvæntasta í matarmenningu Hollendinga er líklega rijsttafel (indónesískt tapas), sem á rætur sínar að rekja til nýlendutímabils Hollands.


Markaðsráp

Amsterdam var hluti af einu mesta viðskiptaveldi heimsins og í dag er borgin góður staður fyrir verslanaleiðangur. Sérstök skringilegheit er að finna í Götunum níu eða 9 Straatjes, sem er hverfi stútfullt af margvíslegum sérverslunum. Rauða hverfið er hins vegar með verslanir sem eru aðeins fyrir fullorðna og þar fæst allt til að krydda upp á tilveru svefnherbergisins.

Amsterdam er líka paradís fyrir alla sem hafa gaman af því að slæpast á útimörkuðum. Waterlooplein Markt er flóamarkaður sem toppar alla aðra flóamarkaði og í Amsterdam eru einnig markaðir sem eru tileinkaðir antíkmunum, list og gömlum bókum. Albert Cuypmarkt er suðupottur krydda og litadýrðar frá mismunandi menningarheimum. Búðu þig undir að einstök blómaangan leiki við vitin á Bloemenmarkt, hinum skemmtilega blómamarkaði. Við getum auðvitað ekki skrifað um Amsterdam án þess að minnast á túlípana og blóm!