Beint flug til Kansas City

Hugum aðeins að landafræðinni áður en við byrjum: Kansas City liggur á mörkum tveggja miðríkja Bandaríkjanna, Kansas og Missouri, en flugvöllurinn sjálfur er í Missouri. Úr því það er komið á hreint hvar í heiminum við erum stödd, skulum við einblína aðeins á það sem er í boði: ögrandi grillmatur, dúndrandi jazzsveifla, glæsilegir garðar og gáskafullir gosbrunnar.

Þegar þú bókar beint flug með Icelandair til Kansas City, í hjarta hins heimilislega hluta Ameríku, færðu fyrsta flokks þjónustu, yfir 600 tíma af afþreyingu og betra sætabil.

Kansas City
Bandaríkin

Fólksfjöldi: 481.400 (2016)

Svæði: 826 km²

Samgöngur: Strætisvagnar tengja helstu stórborgarsvæðin og sporvagn, sem ekkert kostar í, gengur á milli River Market og Union Station og helstu stoppustöðvarnar eru við Main St. Þú gætir líka fengið lánað hjól hjá BCycle og tekið einn hring.

Gjaldmiðill: Bandaríkjadalur

Spennandi hverfi: Crossroads – River Market – Country Club Plaza – West 39th Street – 18th and Vine District – Westport

Listir og menning í KC

Í Kansas City úir og grúir af gosbrunnum, að því marki að minnir á Róm – en yfir 200 litlir og stórir vatnsbogar kalla í sífellu eftir athygli þinni og hlutdeild í Instagram-myndunum þínum. Í sérstöku uppáhaldi eru gusurnar fyrir utan Union Station og hinn kenjótti Children‘s Fountain. Sá þekktasti er án efa JC Nichols Memorial Fountain – hann finnur þú í Country Club Plaza, ríkmannlegu verslunarhverfi sem reis á þriðja áratug tuttugusta aldar. Kíktu í hverfið, sem nær yfir 14 húsagötur, sækir innblástur í spænska byggingarlist og er tilvalið ef þú þarft að komast í flottar verslanir og góða veitingastaði.

Читайте также  12/10/2012 | 12:00 AMIcelandair kaupir allt sitt eldsneyti á Íslandi af N1

Í KC eru fyrsta flokks söfn um ýmiskonar efni, allt frá fyrri heimsstyrjöld yfir í hafnabolta, um líf frumkvöðla og uppruna jazztónlistar. Á Nelson-Atkins-listasafninu (þar sem aðgangseyrir er enginn) er allt yfirfullt af hvers kyns fjársjóðum; og ef það er myndlist sem þú ert á höttunum eftir þá er Crossroads Art-hverfið líflegt hverfi með skemmtilegum listagalleríum og börum.

Grillveislugleði

Þú getur kveikt líflegar samræður með því einu að spyrja heimamann hvar best er að fá góða grillmat. Grill, eins og það er skilgreint í KC, er mikil kjötveisla, hægreykt með þykkri, sætri sósu úr tómötum og melassa. Það eru yfir 100 grillbúllur í bænum og gamlir refir í bransanum, eins og Arthur Bryant og Joe‘s Kansas City, koma heimamönnum iðulega í gírinn. Fylgdu þeim að máli og prófaðu að biðja um „brennda enda“ (Burnt Ends) – einkennisrétt borgarinnar, sem er útbúinn úr stökku endunum á nautabringu.

Langar þig kannski í eitthvað grænna? City Market tekur hugmyndafræðina beint-frá-býli alla leið, sérstaklega um helgar þegar stóru bændamarkaðirnir fara fram. Um alla borg er svo að finna afburðaúrval kaffihúsa og spennandi veitingastaða, en sérlega bragðgóðir valkostir standa til boða í Country Club Plaza, Crossroads og við West 39th Street. Besta grillmeti (og djassinn) er hinsvegar að finna í djasshverfinu umhverfis 18th og Vine.


Brunað úr bænum

Þeir sem ætla sér í styttri ökuferðir gætu verið í sjöunda himni hér innan um smávaxnar hæðir og gresjur Sléttunnar miklu – í raun eru mögulegir áfangastaðir nær óteljandi þegar haldið er af stað frá Kansas City, bæði í Missouri og Kansas. Reyndar þarftu ekki einu sinni að yfirgefa borgina til að komast í smá útivist: Swope Park er eitt stærsta útivistasvæði Bandaríkjanna sem er innan borgarmarka, og þar er allt morandi í grænleitum stígum og afþreyingu.

Читайте также  02/03/2015 | 12:00 AMIcelandair og JetBlue í aukið samstarf

Weston er hrífandi lítill bær og vinsæll áfangastaður fyrir dagsferðir, enda mikið um góðan mat og sögulegt góðgæti. Hann liggur í 40 mínútna aksturfjarlægð norður af KC. Handan fylkjamarkanna, í Kansas, er háskólabærinn Lawrence vinsæll hjá ferðafólki. Helsta aðdráttaraflið er ástríða íbúa fyrir íþróttum og lífleg umferðaræð (Mass Street), sem er 5 húsagötur að lengd og þar blandast hús frá 1856 við samtímabyggingarlist, bruggbari, flott kaffihús og lifandi tónlist.