Beint flug til Cleveland

Það er á allra vitorði: Cleveland er málið! Þessi látlausa borg í miðvesturríkjunum hefur verið að vekja sífellt meiri hrifningu undanfarið – þökk sé hinu gríðarmikla rokksafni, íþróttahetjum, prýðilegum mat og ýmsu öðru. Kíktu í heimsókn til að kynnast því sem allir virðast vera að tala um.

Icelandair býður beint flug til Cleveland frá Íslandi – í rokk og ról og rússíbana, kraftbjór og kúfaða diska af þægilega óhollum mat.

Cleveland
Bandaríkin

Fólksfjöldi: 385,809 (2016)

Svæði: 132 km²

Samgöngur: Í borginni er frábært strætisvagna- og lestarkerfi sem kemur þér allt sem þú þarft að fara. Með því að kaupa Cleveland Pass getur þú notað strætisvagna, lestar og Healthline-línuna ótakmarkað í einn, tvo eða fjóra daga – eftir því sem hentar þér best.

Gjaldmiðill: Bandaríkjadalur

Spennandi hverfi: Tremont – Ohio City – Gordon Square – Downtown Cleveland

Með tónlistina í blóðinu

Áhugaverð staðreynd: Cleveland er vagga rokktónlistar. Að minnsta kosti er orðatiltækið „Rokk og ról“ runnið héðan og hér var það sem útvarpsmaður af svæðinu gerði það vinsælt. Í dag getur þú fundið minnisvarða um marga helstu rokktónlistarmenn og -konur  sögunnar í Cleveland, nánar tiltekið í Fræðgarhöll rokksins. Allt frá gíturum sem áður voru í eigu Johnny Cash, John Lennon og fleiri yfir í búninga frá Bowie, Elvis, Jagger og Michael Jackson. Borgin er hinn heilagi kaleikur rokkáhugafólks.

Það er mikil músík í Cleveland, en það eru fleiri sem fá heimamenn til að taka undir og syngja með – nefnilega íþróttalið borgarinnar. Cleveland Cavaliers urðu meistarar NBA-deildarinnar í körfuknattleik árið 2016 og heimamenn elska liðið sitt af öllu hjarta. Ef tónlist og íþróttir hreyfa ekki við þér, taktu þá stefnuna á Cleveland Museum of Art – aðgangur er ókeypis og innandyra finnur þú gríðarlegan fjölda forvitnilegra verka.

Читайте также  05/20/2014 | 12:00 AMIcelandair fellir niður allt flug til St. Pétursborgar í Rússlandi í júní

Hefðbundið og nýstárlegra bragð

Það er mikil gróska í matargerð í Cleveland. Heimamenn og konur fylgjast spennt með í hvert sinn sem einhver frægðarkokkurinn, ættaður úr borginni, opnar nýjan stað. Allt frá veitingastöðum í dýrari kantinum yfir í heimilislegri mat við götur Litlu Ítalíu. Hagaðu þér eins og heimamaður og fáðu þér „Polish boy“ eða Pólskan pjakk, sem er einhvers konar sveitt afbrigði af pylsu í brauði, með kielbasa-pylsu, frönskum og barbecue-sósu. Þú getur líka svipast um eftir vinsælum veitingastöðum og börum í svalari hverfum miðborgarinnar (sérstaklega umhverfis 4th St), í Ohio City (kíktu við á West Side-markaðinum og gríptu með þér snarl) og í Tremont-hverfinu, sem hefur vaxið að vinsældum.

Ef þig langar í eitthvað rótgrónara, þá liggja rætur þessarar borgar djúpt í Austur-Evrópu og hið hefðbundna bragð frá Cleveland er af samloku með söltuðu nautakjöti frá Slyman‘s eða pierogi-deigbollunuum á Sokolowski‘s – sem hefur verið starfrækt síðan 1923.


Brunað úr bænum

Ertu að leita þér að einhverju að gera utan bæjarmarkanna? Tvö orð: Cedar Point. Sjálfskipuð höfuðborg rússíbana í heiminum og er staðsett u.þ.b. 110 km vestur af Cleveland á ströndum Erie stöðuvatnsins. Næst elsti skemmtigarður í Bandaríkjunum (nálgast 150 ára aldur) og hefur upp á að bjóða 17 rússíbana, sem geta hrist aðeins upp í hverjum sem er, og bera nöfn eins og Maverick (Utangarðsmaðurinn) og Millenium Force (Þúsaldaraflið) – þú ættir kannski að sleppa því að sporðrenna pólskum pjakk áður en þú stígur um borð í rússíbana.

Ef þú þarft að róa taugarnar eftir allan þennan hamagang þá sigla ferjur á milli eyjanna á Erie-vatni frá Sandusky. Veldu þér eyju, skelltu þér á ströndina, skemmtu þér með heimamönnum eða slakaðu á úti í guðsgrænni náttúrunni, á báti úti á vatni, við fiskveiðar eða róandi um á kajak.