04/13/2018 | 12:00 AMÍsland úr lofti

Sérðu glitta í tígulegan jökul gegnum skýjahulu? Fær fögur strandlengja hjartað til að slá hraðar? Útsýnið úr glænýju Boeing 737 MAX flugvélinni okkar er afbragðsgott, þökk sé nýrri gluggahönnun. Við blásum því til ljósmyndasamkeppni með myndum sem teknar eru af Íslandi út um gluggann á nýju vélinni.

Deilið mynd ykkar af útsýninu úr Boeing 737 MAX á Twitter eða Instagram með myllumerkinu #IcelandByAir og merkið @Icelandair í myndatexta. Þá gæti myndin ykkar birst í flugblaðinu um borð og á myndasýningu á vefsíðunni okkar.

Tíu hæfileikaríkir áhugaljósmyndarar fá útsýnismyndir sínar birtar. Myndir má senda inn til 12. maí 2018. Vinsamlega kynnið ykkur leikreglur og skilmála vel.

Читайте также  01/07/2014 | 12:00 AMMetfjöldi farþega hjá Icelandair