04/13/2018 | 12:00 AMFlugferð með ferskan keim

Nýja Boeing 737 MAX flugvélin okkar er hönnuð með vellíðan farþega að markmiði. Hreyflarnir eru 40% hljóðlátari og farþegarýmið er allt endurhannað. En okkur langaði að bæta um betur, þannig að við létum gera bæði sérstakan bjór og sódavatn til að fagna tímamótunum.

737 IPA-bjórinn okkar verður eingöngu seldur um borð í vélum okkar og SKY sódavatnið verður í boði án endurgjalds. Báðir drykkirnir eru í fallegum umbúðum sem hannaðar voru af þessu tilefni. SKY er gert úr íslensku gvendarbrunnavatni en 737 hefur heimsborgaralegri blæ þar sem hann er bruggaður úr hráefnum frá bæði Evrópu og Norður Ameríku.

Humlarnir sem ljá 737 áhugaverðan karakter sinn eru hinir nafntoguðu Pacific Northwest-humlar. Á móti þeim eru notað evrópskt bygg en gerð bjórsins er í höndum bruggmeistara Boyne Brewhouse á Írlandi.

Best er að njóta bæði SKY og 737 í háloftunum í góðum ferðafélagsskap – um borð í splunkunýrri Boeing 737 MAX.

Читайте также  10/28/2013 | 12:00 AMFlug Icelandair til Newark flugvallar í New York hefst í dag